Létt og gott
06.02.2009 22:46:13 / lettoggott

Krækiberjalíkjör

Þetta var tilraun hjá mér haustið 2006 sem heppnaðist ágætlega.
Líkjörinn er góður út á heimalagaðan ís.  Það er líka gott að setja rjóma eða léttrjóma saman við hann eftir smekk og bera fram í litlum staupum með ís, ostaköku eða panna cotta með krækiberjahlaupi/sósu.
Frábært um jólin eftir rjúpu eða hreindýr.

1/2 peli gott vodka
sykur eða hrásykur
vatn

Pelinn er fylltur með krækiberjahrati og látinn bíða í 3-4 vikur.
Sykursíróp er búið til úr vatni og sykri, 3 msk af vatni fyrir hver 100 grömm af sykri, kælt.
Hratið er síað úr vodkanu í gegnum bleijugrisju.  Síðan er blandað saman ca. 4/5 hlutum af krækiberja-vodkablöndunni og 1/5 hluta af sírópinu.
Matur og drykkur Eftirréttir Drykkir Hátíðarmatur

Skrifa athugasemd:

Það er nauðsynlegt að fylla inn í reiti merkta með *

Protected by FormShield
Vinsamlega skrifaðu inn stafina 4 sem eru á myndinni hér fyrir ofan.

Athugaðu að IP talan þín () verður skráð með færslunni.

Leitarbox

Dagatal
nóvember - 2014
S M Þ M F F L
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30
FyrriNæsti
Heimsóknir
Í dag:  1  Alls: 3651